Gareth Bale,
framherji hjá velska fótboltalandsliðinu og Real Madrid

Simba stuðlar að einstökum árangri Gareth Bale

Óvænt samstarf

Þetta byrjaði allt saman þegar leiðir Gareth Bale og Simba Sleep lágu saman fyrir tilviljun. Þegar við hittum Gareth fyrst mætti okkur óvænt áskorun sem við höfðum ekki leitt hugann að áður – hvað skal gera ef maður þarf á góðum nætursvefni að halda en kemst ekki í rúmið heima hjá sér?

Tíðar flugferðir koma oft niður á svefni og gera fólki erfitt fyrir að viðhalda reglulegu svefnmynstri, sérstaklega fyrir íþróttamenn eins og Gareth sem eru sífellt á ferð og flugi. Rannsókn sem var framkvæmd af Stanford háskóla hefur sýnt fram á að aukinn svefn getur haft bein áhrif á frammistöðuna á vellinum. Gareth Bale, Roger Federer og LeBron James hafa allir mælt með því að sofa í tíu tíma á nóttu, þar sem það leiði til næstum 10% nákvæmari skota og skjótari viðbragða.

Verkefnið fólst í því að búa til tæknilega háþróaða svefnaðstöðu fyrir flugferðir til að vinna gegn lakari svefni í 36.000 feta hæð.

Frumgerðin

Við þróuðum Simba Air-Hybrid® – háþróaðasta flugsæti heims sem býður upp á bestu mögulegu svefnaðstöðu fyrir fólk sem þarf að ferðast mikið.

Hönnun dýnunnar nýtir sér alla þá brautryðjandi dýnutækni sem Simba hefur upp á að bjóða, en hún er gerð úr samsetningu 2500 keilulaga gorma og móttækilegum minnissvampi sem veitir fyrsta flokks þægindi, stuðning og hitatemprun. Mjúkar, sjálfvirkar stillingar halla sætinu í „þyngdarlausa“ stöðu. Hún líkir afar vel eftir þyngdarleysi, dregur úr þrýstingi á bakið og hrygginn og minnkar álag á útlimina. Þannig helst blóðflæði líkamans stöðugt sem stuðlar að bættri blóðrás, en truflanir á henni geta oft valdið óþægindum í flugferðum.

Samstarf verður til

Eftir meira en sex mánaða undirbúningsvinnu og ráðgjöf frá sálfræðingi fyrirtækisins tókst okkur að skapa fullkomna svefnaðstöðu fyrir háloftin.

Viðbrögðin hafa verið svo jákvæð að við höfum hafið viðræður við flugfélög sem sinna bæði áætlunarflugi og einkaflugi. Sjálfur hefur Gareth Bale þetta að segja:

„Því meira sem maður nær að sofa, því betur líður manni og því betri verður frammistaðan. Með því að nota samsettu dýnutæknina í Simba Air-Hybrid® hefur þeim tekist að búa til rúm sem er jafnþægilegt og rúmið mitt heima.“

Honum þótti svo mikið til koma að það leiddi af sér frekara samstarf milli hans og Simba. Við erum sérfræðingar í að þróa tækni sem stuðlar að fullkomnum nætursvefni. Frá árinu 1979 hafa frumkvöðlar fyrirtækisins selt vörur til stærstu dýnufyrirtækja heims. Þessi meira en 30 ára reynsla hefur skilað okkur þekkingu og innsæi til að þróa mikilvægustu vöruna okkar, Simba tvinndýnuna.

Stuðningur Gareths Bale er yfirlýsing sem sýnir að Simba er ekki bara vörumerki sem þúsundir viðskiptavina kunna að meta, heldur jafnframt dýna sem mætir þörfum afreksfólks.

Betri svefn

Það eru ekki bara íþróttastjörnur sem þurfa góðan svefn – það þurfa allir.

Góður svefn hefur ekki bara jákvæð áhrif á frammistöðu, hann hjálpar einnig til við bata og kemur í veg fyrir meiðsl. Rannsóknir hafa sýnt að ein svefnlaus nótt getur veikt ónæmiskerfið og aukið hættuna á að veikjast, og fimm svefnlausar nætur eða meira geta haft slæm áhrif á þrek og vitsmuni.

Hvort sem þú vilt skara fram úr í vinnunni, sinna hugðarefnum þínum eða hafa meiri orku fyrir samverustundir með fjölskyldunni er alltaf betra að fá góðan svefn.

Simba tvinndýnan

Simba Hybrid® dýnan er hönnuð til að veita þér hina fullkomnu hvíld. Við þróuðum dýnuna okkar í ljósi niðurstaðna rannsókna á 180 milljón líkamsþrýstipunktum frá 10 milljón manns.