Vinsamlegast lestu eftirfarandi skilmála áður en þú kaupir eitthvað á vefsvæði okkar.
Yfirlit yfir helstu réttindi þín:
Gildandi neytendaverndarlög í landi þínu veita þér allt að 14 daga eftir móttöku á vöru til að skipta um skoðun og fá fulla endurgreiðslu.
Við viljum að þú sért að fullu ánægð/ur með Simba dýnuna þína og því veitir 100 nátta prófunin þér tækifæri til að prófa dýnuna þína í 100 nætur, frá og með móttökudeginum. Ef þú ert ekki að fullu ánægð/ur með dýnuna eða skiptir um skoðun innan 100 daga frá móttöku Simba dýnunnar sækjum við hana endurgjaldslaust og veitum þér fulla endurgreiðslu. Við áskiljum okkur rétt til að hafna 100 nátta prófun öllum þeim sem tengdir eru dýnuframleiðanda/–vörutegund. Við veitum þér að sjálfsögðu 100 nátta prófun án þess að slíkt takmarki lögbundin réttindi þín.
Samkvæmt gildandi lögum í þínu landi verða vörur að vera eins og þeim er lýst, uppfylli markmið sitt og séu í fullnægjandi gæðum. Lög um rétt neytenda í Bretlandi lýsa því yfir að á væntanlegum líftíma vörunnar áttu rétt á eftirfarandi:
Ef þú býrð í öðru landi áttu rétt á viðgerð, endurnýjun eða endurgreiðslu (í ákveðnum kringumstæðum) í samræmi við neytendaverndarlög lands þíns. Viðeigandi tímarammi fyrir þessi úrræði kann að vera ólíkur þeim sem er í Bretlandi. Vinsamlegast sjá ákvæði 9 í skilmálunum til að fá frekari upplýsingar um gallaðar vörur.
Við veitum þér, til viðbótar við lögbundin réttindi þín varðandi gallaðar vörur, 10 ára ábyrgð og endurnýjum gallaða Simba dýnu þína á því tímabili. Vinsamlegast sjá ákvæði 10 í skilmálunum til að fá frekari upplýsingar um 10 ára ábyrgðina.
Þetta er yfirlit yfir helstu réttindi þín. Ítarlegar upplýsingar má finna í ábyrgðarhluta okkar að neðan.
Í þessum yfirlitsreit eru teknar saman upplýsingar um helstu réttindi þín. Þær koma ekki í stað annarra hluta þessa samnings en þá ættirðu að lesa vandlega.
Þessi samningur lýsir:
Í þessum samning:
Ef þú skilur ekki þennan samning og langar að ræða hann við okkur skaltu hafa samband við okkur á netfangið hjalp@simbasleep.com
1.1 Ef þú kaupir vörur á vefsvæðinu okkar samþykkir þú að vera lagalega bundinn þessum skilmálum og þeim gögnum sem vísað er til í þeim. Öll þessi gögn (þar á meðal persónuverndar–, skila- og endurgreiðslustefna og afhendingarupplýsingar) mynda hluta af samningnum á milli þín og Simba eins og honum er að fullu lýst hér.
1.2 Þú mátt aðeins kaupa vörur af vefsvæði okkar ef það er ekki í rekstrarskyni. Ef þú vilt kaupa vörur okkar fyrir fyrirtækið þitt ættir þú að hafa samband við okkur með því að nota upplýsingarnar að ofan og ræða þannig skilmála fyrir sölu á milli fyrirtækja.
2.1 Lögum samkvæmt verðum við að veita þér ákveðnar lykilupplýsingar áður en lagalega bindandi samningur er gerður á milli þín og mín. Ef þú vilt sjá þessar lykilupplýsingar skaltu:
2.2 Við veitum þér lykilupplýsingar lögum samkvæmt í hluta þessa samnings (hann er þó að finna í heild sinni hér).
2.3 Ef við breytum einhverjum lykilupplýsingum eftir að lagalegur samningur hefur verið gerður á milli þín og okkar getum við aðeins framkvæmt það með þínu samþykki.
3.1 Fyrir neðan lýsum við því hvernig lagalegur samningur er gerður á milli þín og okkar.
3.2 Þú leggur fram pöntun á vefsvæðinu. Vinsamlegast lestu og skoðaðu pöntun þína vandlega áður en þú sendir hana. Ef þú þarft að leiðrétta einhverjar villur geturðu gert það áður en þú sendir pöntunina til okkar.
3.2.1 Þegar þú leggur fram pöntun við lok greiðsluferlisins á netinu (t.d. þegar þú smellir á hnappinn Kaupa núna) staðfestum við hana í tölvupósti. Þessi staðfesting hefur þó ekki í för með sér að pöntunin sé samþykkt.
3.2.2 Við gætum haft samband við þig og látið þig vita að pöntunin hafi ekki verið samþykkt. Þetta stafar yfirleitt af eftirfarandi:
3.2.3 Við samþykkjum aðeins pöntun þína eftir að þú hefur fengið tölvupóst til staðfestingar á því (staðfestingartölvupóstur). Á þessu stigi:
4.1 Þú hefur rétt á að segja upp þessum samningi innan 14 daga án þess að gefa upp neina ástæðu. Við samþykkjum að framlengja lagalegan rétt þinn til að hætta við pöntun þín á Simba dýnu í 100 daga án þess að gefin sé upp ástæða.
4.2 Afpöntunartímabilið rennur út eftir 100 daga frá þeim degi sem þú móttekur dýnuna, eða, ef um aðrar vörur er að ræða, 14 daga frá þeim degi sem þú móttekur vörurnar. Við áskiljum okkur rétt til að hafna 100 nátta prófun öllum þeim sem tengdir eru dýnuframleiðanda/-vörutegund.
4.3 Ef þú vilt beita afpöntunarrétti þínum verður þú að tilkynna okkur ákvörðun þína um að segja þessum samningi upp með greinargóðri yfirlýsingu (t.d. bréf sent í pósti, með faxi eða tölvupósti). Þú getur notað fyrirmynd fyrir afpöntunareyðublað í reitnum að neðan, en það er þó engin skylda að nota það.
Afpöntunareyðublað
Til Simba Sleep Ltd, 42 Brook Street, Mayfair, London, W1K 5DB, Bretland, eða á hjalp@simbasleep.com:
Ég/Við [] lýsi/lýsum því hér með yfir að Ég/Við [] segi/segjum upp mínum/okkar [] sölusamningi fyrir eftirfarandi vörur []/veitingu á eftirfarandi þjónustu [],
Pöntuð þann []/móttekin þann [],
Nafn viðskiptavinar/-vina,
Heimilisfang viðskiptavinar/-vina*
Undirskrift viðskiptavinar/-vina (aðeins ef þetta eyðublað er tilkynnt með pappír),
Dagsetning
[*] Eyðið eins og við á
4.5 Til að uppfylla afpöntunareindaga er nóg fyrir þig að senda boð um afpötun áður en afpöntunartímabilið rennur sitt skeið á enda
5.1 Ef þú segir þessum samningi upp endurgreiðum við þér allar greiðslur frá þér, þar á meðal sendingarkostnað (að undanskildum aukakostnaði sem stafar af ef valin er tegund sendingar sem er önnur en ódýrasta hefðbundna sending sem við bjóðum upp á).
5.2 Endurgreiðsla fer fram án óþarfrar tafar, og eigi síðar en:
5.2.1 14 dögum eftir að við fáum til baka vörur frá þér, eða
5.2.2 (Ef fyrr) 14 dögum eftir daginn sem þú veitir sönnun þess efnis að þú hafir skilað vörunum, eða
5.2.3 Ef engar vörur voru afhentar, 14 dögum eftir þann dag sem við fáum tilkynningu þess efnis að þú segir upp þessum samningi
5.3 Endurgreiðsla fer fram á sama greiðslumáta og þú notaðir upphaflega, nema þú hafir tekið annan fram; þú þarft ekki að greiða nein gjöld vegna endurgreiðslunnar.
5.4 Ef þú hefur móttekið vörurnar munum við sækja þær án tafar og eigi síðar en 14 dögum frá þeim segi sem þú miðlar til okkur uppsögn á þessum samningi við okkur.
6.1 Við notfærum okkur DORMA við sendingar á vörum okkar. Ef þú vilt sjá afhendingarvalkosti okkar geturðu farið inn á vefsíðuna Afhending og skil áður en þú leggur fram pöntun þína.
6.2 Áætlaða dag- og tímasetningu afhendingar á vörum er að finna í staðfestingartölvupóstinum (sjá ákvæði 3.2.3).
6.3 Ef eitthvað gerist sem:
veitum við þér endurskoðaðan áætlaðan afhendingardag á vörunum.
6.4 AAfhending á vörum á sér stað þegar við afhendum þær á heimilisfang sem þú veittir okkur í pöntunarferlinu á netinu. Ef þú vilt að afhending fari fram á annað heimilisfang verður þú að láta okkur vita í tölvupósti eða símleiðis.
6.5 Afhending fer fram á dyraþrepum heimilisfangsins. Ef, gegn þinni beiðni, farið er með vörurnar á annan stað í eigninni við afhendingu berum við né þriðju aðila verktaki enga ábyrgð á skemmdum á innréttingum eða innra byrði eignarinnar (að því marki sem mögulegt er samkvæmt gildandi lögum).
6.6 Ökumaðurinn fer ekki fram á skilríki og athugar ekki hvort að sá/sú sem tekur á móti vörunni sért þú eða aðila sem heimilt er að taka á móti vörunni.
6.7 Ef annað er ekki ákveðið á milli þín og okkar, ef við getum ekki afhent vöruna innan 30 daga, þá munum við:
6.8 Ef enginn er til staðar til að taka á móti vöruni skaltu hafa samband við okkur með því að nota samskiptaupplýsingarnar efst á þessari síðu.
6.9 Þú berð ábyrgð á vörunni eftir að afhending hefur farið fram. Með öðrum orðum flyst áhættan á þig eftir að þú hefur leyst til þín vöruna.
6.10 Þú berð ábyrgð á umbúðum og að koma dýnunni til þriðja aðila flutningafyrirtækis.
7.1 Við tökum við greiðslu með kreditkortum, debetkortum og Paypal. Við tökum ekki við reiðufé.
7.2 Við munum gera allt sem mögulegt er til að tryggja að allar upplýsingar sem þú veitir okkur við greiðslu á vöru séu tryggðar með því að nota dulkóðað og öruggt greiðslukerfi. Ef handvömm af okkar hálfu á sér ekki stað berum við enga lagalega ábyrgð á því tjóni sem þú verður fyrir ef að þriðji aðili fær óheimilaðan aðgang að upplýsingum sem þú veitir okkur.
7.3 Kreditkort þitt eða debetkort verður skuldfært þegar pöntun á sér stað. Ef við getum ekki afhent vöruna sem þú pantaðir, og þú hefur þegar greitt fyrir hana, endurgreiðum við þér eins fljótt og auðið er eða innan [5] daga.
7.4 Allar greiðslur með kreditkorti og debetkorti verða að vera sannvottaðar af viðeigandi kortaútgefanda.
7.5 Ef greiðsla þín hefur ekki borist okkur og þú hefur þegar fengið vöruna afhentu verður þú:
a) Að greiða fyrir vöruna innan 14 daga, eða
b) skila henni eins fljótt og auðið er. Ef svo er verður varan að vera í þinni umsjá (og tryggja að þú fylgir leiðbeiningum og handbókum sem fylgja vörunni) og notir hana ekki áður en þú skilar okkur henni.
7.6 Ef þú skilar ekki vöru (ef þú hefur ekki greitt fyrir hana) sækjum við vöruna á þinn kostnað. Við reynum að hafa samband við þig ef ætlunin er að gera þetta.
7.7 Ekkert í þessu ákvæði hefur áhrif á lagalegan rétt þinn til að segja upp samningum á meðan b kælitímabiliðb í ákvæðum 4 og 5 varir.
7.8 Verð vörunnar:
8.1 Þú býrð yfir ákveðnum lagalegum réttindum (kallast einnig b lögbundin réttindib ), til dæmis að varan:
8.2 Við verðum að veita þér vöru sem uppfyllir lagaleg réttindi þín.
8.3 Seld vara:
verður auðkennd og seld sem slík. Vinsamlegast kannaðu hvort hún sé fullnægjandi að gæðum hvað fyrirhugaða notkun varðar.
9.1 Lagaleg réttindi þín (kallast einnig lögbundin réttindi), er að finna efst í þessum samningi. Þau eru yfirlit yfir helstu réttindi þín. Ítarlegri upplýsingar um réttindi þín og hvers þú getur vænst frá okkur er að finna:
a) Á vefsíðu okkar: Algengar spurningar
b) Hafðu samband við okkur með því að nota samskiptaupplýsingarnar efst á þessari síðu, eða
9.2 Ekkert í þessum samningi hefur áhrif á lögbundin réttindi þín. Þú kannt einnig að hafa önnur réttindi lögum samkvæmt.
9.3 Vinsamlegast hafðu samband við okkur með því að nota samskiptaupplýsingarnar efst á þessari síðu ef þú vilt:
10.1 Simba endurnýjar gallaðar dýnur í samræmi við 10 ára ábyrgð okkar. Þessi ábyrgð hefur ekki áhrif, og er til viðbótar við, lagaleg réttindi þín í tengslum við gallaðar vöru sem finna má í ákvæði 9 að ofan.
10.2 Þessi ábyrgð á aðeins við Simba dýnu og ekki við neinar aðrar vörur.
10.3 Þessi ábyrgð kann að vera gerð ógild ef þú hefur ekki farið vel með Simba dýnuna þína.
10.4 Þessi ábyrgð á ekki við tilvik þar sem um hefðbundið slit er að ræða, tjón vegna einhvers konar slyss eða illrar meðferðar, eða ef dýnan er óhrein eða í sóðalegu ástandi. Hún á ekki við ef átt hefur verið við þéttlokaða hlíf dýnunnar, eða ef gat er á því.
10.5 Allar kröfur samkvæmt þessari ábyrgð þurfa að fara fram innan 30 daga frá uppgötvun þinni (eða þegar þú ættir að hafa uppgötvað) á gallanum.
10.6 Ef þú breytir eða gerir við dýnuna án þess að fá fyrirfram skriflegt samþykki fellur dýnan ekki lengur undir ábyrgðina.
10.7 Þegar óskað er eftir skilum á dýnunni samkvæmt ábyrgð eða lögum eða reglugerðum og óskað er eftir nýrri dýnu eða endurgreiðslu á gallaðri vöru um Simba óska eftir ljósmyndum sem sýna allan svefnflöt dýnunnar og alla sýnilega galla. Þessar ljósmyndir verða notaðar til að ákvarða hvort þörf sé á nýrri dýnu. Simba er eini úrskurðaraðilinn sem ákvarðar hvort dýna sé gölluð og falli undir ábyrgðina. Ef ljósmyndir eru ekki sendar af gallanum kann það að verða til þess að tafir verða á afhendingu dýrrar dýnu eða að dýnan sé ekki endurnýjuð.11.1 Ef þessum samningi er lokið (í samræmi við gildandi lög) hefur það ekki áhrif á rétt okkar til að fá þann pening sem þú skuldar okkur samkvæmt samningnum.
11.2 Hvað viðskiptavini í öðrum löndum en Þýskalandi, að undanskildri lagalegri ábyrgð sem við getum ekki útilokað lögum samkvæmt (til dæmis vegna dauðsfalls eða líkamstjóns), berum við ekki lagalega ábyrgð á:
11.3 Hvað þýska viðskiptavini varðar berum við ábyrgð á tjóni sem orsakast af okkur, okkar lögbundnu fulltrúum, starfsmönnum eða fulltrúum á eftirfarandi máta:
12.1 Við reynum að leysa úr deilumálum þínum á skjótan og skilvirkan máta.
12.2 Ef þú ert óánægð/ur með:
Vinsamlegast hafðu samband við okkur eins fljótt og auðið er.
12.3 Ef þú og við getum ekki leyst úr deilumáli með því að notast við okkar innra verklag við meðhöndlun á kvörtunum munum við:
a) Láta þig vita að við getum ekki leyst úr deilumálinu við þig, og
b) veita þér ákveðnar upplýsingar sem nauðsynlegar eru lögum samkvæmt um okkar annan veitanda fyrir lausn á deilumálum. Þú getur einnig notað verkvang fyrir lausn á deilumálum á netinu til að leysa úr deilumálinu við okkur, aðgengilegur hér https://webgate.ec.europa.eu/odr/main/?event=main.home.show&lng=EN.
12.4 Þessir skilmálar lúta lögum Englands og dómstólar Englands munu rétta í deilumálum og milli þín og okkar í tengslum við þennan samning. Ef þú býrð hins vegar ekki á Englandi getur þú fært kröfu þína fram fyrir dómstólum búsetulands þíns samkvæmt gildandi lögum í búsetulandi þínu.
Enginn annar en hlutaðili að þessum samningi hefur rétt á að framfylgja skilmálum þessa samnings.
ATHUGIÐ
Simba og Hybrid eru skráð vörumerki Simba Sleep Limited