Algengar spurningar

Algengar spurningar

Hvað gerir Simba tvinndýnuna svona sérstaka?

Simba tvinndýnan er næsta kynslóð af dýnum. Þú færð hana afhenta upprúllaða heim til þín, alveg ótrúlega þægilegt! Starfsfólk Simba, sem hefur meira en 30 ára reynslu í framleiðslu dýna, hefur selt rúmlega eina milljón dýna eftir að hafa fullkomnað þessa einstöku samsetningu af Simbatex yfirlagi, minnissvampi og 2500 keilulaga pokagormum sem eru innbyggðir í fimm þægindalög. Þetta þýðir að Simba tvinndýnan lagar sig að öllum líkömum og svefnmynstrum.

Fimm þægindalög - rábæru eiginleikarnir fimm sem gera dýnuna þína einstaka. Simba tvinndýnan er sérsniðin til að veita einstakan stuðning fyrir hvern sem er!

Svefnflötur
Það er auðvelt að draga djúpt andann á ofnæmisprófuðu „anda inn – anda út“ Simba dýnuhlýfinni. Einstök samsetning hennar bætir loftflæði dýnunnar svo um munar sem skilar sér í svölum og þægilegum svefnfleti. Þessi aukna öndun hjálpar til við varmastjórnun sem gerir líkama þínum kleift að finna hið fullkomna hitastig fyrir himneskan nætursvefn. Dýnuhlífin er gerð úr 100% pólýester og er eftirgefanleg og endingargóð. Svo er hún líka tilvalin fyrir þá sem eru viðkvæmari fyrir, þar sem hún er ofnæmisprófuð.

Simbatex þægindalag
Simbatex þægindalagið var sérstaklega þróað af Simba og er fyrsta lag dýnunnar. Það er gert úr sérhönnuðu gervilatexi sem veitir þægilegan stuðning og kælingu um leið og þú leggst á dýnuna.

Spring–gormakerfi
Allar Simba dýnur eru með 2500 einstaka keilulaga pokagorma (miðað við king size stærð). Kerfið nýtur einkaleyfis og myndar annað þægindalag sem er keilulaga að lögun og veitir óviðjafnanlegan stuðning. Hver gormur er stakur og lagast að líkamsstöðu þinni í svefni sem tryggir algjörlega sérsniðin þægindi sem láta þig vakna með bros á vör á hverjum morgni.

Sniðin að þér
Þriðja lagið samanstendur af Visco minnissvampi Simba sem lagar sig vel að þér á meðan þinn eiginn líkamshiti mýkir hann upp. Minnissvampurinn lagar sig einnig að svefnstöðu þinni og veitir þér þannig sérsniðinn stuðning og þægindi.
Visco minnissvampurinn liggur þétt upp við hrygginn sem auðveldar náttúrulega hreyfingu í svefni viðheldur heilbrigðri stellingu. Svampurinn er ofnæmisprófaður með örverueyðandi eiginleika sem stuðlar að hreinu og heilnæmu svefnrými.

Svæðisstuðningur í sjöunda himni
Að lokum er boðið upp á vandaðan svampgrunn með kastalasniði, en hann er sá stuðningsgrunnur sem þú sefur á. Sjö aðskilin svæði tryggja að mismunandi stuðningsstig eru veitt og að allar einstaklingsbundnar þarfir eru uppfylltar. Þessi grunnfylling, ásamt öðrum svamplögum og pokagormum, veitir óviðjafnanlegan og móttækilegan stuðning.

Hljómar vel! Maður fær greinilega nóg fyrir peninginn. En af hverju er dýnan á svona góðu verði? Hvað hangir á spýtunni?

Ólíkt hefðbundnum dýnufyrirtækjum erum við ekki að sóa óþarfa peningum í sýningarsali, þóknun söluaðila, lager eða sendingarkostnað á heimsvísu. Þess í stað seljum við dýnuna á netinu og sparnaðurinn skilar sér beint til þín, neytandans.

Simba-dýnan hefur að geyma sömu gæði og efnisþætti og aðrar lúxusdýnur sem eru seldar á hefðbundinn máta. Vert er að taka fram að ítarlegar prófanir hafa leitt í ljós að dýnan okkar hentar öllum líkamsgerðum. Við bjóðum viðskiptavinum okkar upp á hina fullkomnu dýnu og frábæra þjónustu til að spara þér tíma og peninga. Það á ekki að vera flókið að kaupa sér góða og þægilega dýnu.

Önnur dýnufyrirtæki eru yfirleitt með margar mismunandi dýnur sem eru svo flokkaðar eftir því hvort þær eru mjúkar, miðlungsharðar eða harðar. Hvernig er Simba–dýnan? Þarf ég ekki að prófa hana áður en ég kaupi hana?

Simba–dýnan varð til eftir ítarlegar prófanir með The Sleep to Live Institute. Rannsóknir stofnunarinnar eru byggðar á niðurstöðum prófana með yfir 10 milljón manns. Við erum ekkert að flækja málin og teljum dýnuna okkar vera „fullkomna“ fyrir hvern sem er. Allir hlutar hennar eru vandaðir og vel samsettir þannig að dýnan hentar öllum, stórum og litlum, feitum og mjóum.

Dýnuheimurinn hefur í gegnum tíðina þrifist á offramboði og uppsprengdum verðum sem rugla fólk í ríminu. Við vildum sleppa öllu rugli og framleiða eina frábæra vöru fyrir alla.

En ef þú vilt að við segjum hvernig dýnan okkar er í samanburði við aðrar dýnur á markaði þá myndum við fyrst og fremst segja að hún væri betri, en svo mætti bæta við að hún veitir miðlungsstífan til stífan stuðning, án þess að vera hörð..

Sama hvað þú gerir í rúminu teljum við að þú munir elska þann stuðning sem Simba–dýnan veitir þér.

100 nátta heimaprófun? Hvað er það?

Við viljum að þú fáir fullkominn nætursvefn. Ef þú ert einhverra hluta vegna ekki ánægð/ur með Simba–dýnuna þá hefur þú 100 daga frá því að þú færð hana í hendurnar til að skila henni og fá endurgreitt að fullu. Þú þarft ekki að geyma plastumbúðirnar utan af dýnunni. Taktu hana bara úr umbúðunum og notaðu hana eins og þú myndir venjulega gera.

Við mælum með að þú notir dýnuna þína í að minnsta kosti 30 nætur til að prófa hana fullkomlega. Allar nýjar dýnur eru öðruvísi til að byrja með en rannsóknir okkar hafa leitt í ljós að þú ættir að hafa gott af því.

Ef þú ert einhverra hluta vegna ekki ánægð /ur eftir 100 daga svefnprófunina skaltu ekki hika við að senda okkur tölvupóst dorma@dorma.is og láta okkur vita. Í framhaldi er þér velkomið að skila dýnunni í verslun okkar. Standist dýnan skoðun starfsmanna verslunar endurgreiðum við dýnunna að undanskyldu 20% skila og skiptigjaldi.

Ef þú hefur ekki tök á því að koma með dýnuna til okkar í næstu verslun biðjum við þig að senda okkur hana þangað plastaða með póstinum eða öðrum leiðum, passaðu bara að hún sé vel merkt skráðum kaupanda.

 Húsgagnahöllinni, Dalsbraut 1, 600 Akureyri
Húsgagnahöllinni, Skeiði 1, 400 Ísafirði
Smáratorgi 1, 201 Kópavogi
Holtavegi, 104 Reykjavík

 

Hvernig virkar 10 ára ábyrgðin?

Við stöndum við gæði okkar og handbragð og bjóðum upp á 10 ára ábyrgð á öllum Simba-dýnum. Hér geturðu lesið um heildarábyrgð okkar: Skilmálar

Á hvað ætti ég að leggja Simba–dýnuna mína?

Dýnan er hönnuð til að liggja á traustum og láréttum fleti. Hún getur legið á gólfinu, á rimlabotni eða gormagrind. Almenna reglan er sú að þeim mun stærri sem yfirborðsflöturinn er, því betra. Ef þú velur að nota rimlabotn skaltu tryggja að bilið á milli rimlanna sé ekki stærra en 7,5 cm. Ef þú notar gormagrind með fáum stuðningsrimlum mælum við með því að þú notir krossviðarplötu sem stoð fyrir dýnuna. Ef þú ert í einhverjum vafa skaltu hafa samband við okkur.

Hvar eru dýnurnar ykkar hannaðar?

Simba–dýnurnar eru evrópsk framleiðsla. Þær eru hannaðar í Bretlandi og svo settar saman hjá einum virtasta og stærsta dýnuframleiðanda heims, sem er staðsettur í Póllandi.

Hversu þykk er dýnan? Passa lökin mín á hana?

Það er fullkomin þykkt á Simba dýnunni, eða 25 cm. Dýnan er vissulega tæknilega margslungin en venjuleg lök passa vel á hana. Samkvæmt stöðlum dýnuiðnaðarins myndi Simba dýnan ekki flokkast sem þykk dýna.

Þarf ég að snúa dýnunni minni við reglulega?

Við vitum að það er vitleysa. Hver hefur líka tíma og orku í það? Það þarf ekki að snúa Simba–dýnunni við. Það eykur hins vegar þægindi og lengir endingartíma dýnunnar ef henni er snúið reglulega á fletinum. Við myndum mæla með að þú gerðir það mánaðarlega.

Þið segið að dýnan komi í kassa. Hvernig þá?

Ótrúlegt en satt! Simba–dýnan þín, sama hversu stór hún er, er afhent í 1,05 m x 0,5 m x 0,5 m kassa. Þú ættir að sjá vélina sem við notum til að þjappa dýnunni, brjóta hana saman og rúlla henni upp. Hafðu samt varann á þegar þú opnar kassann fyrst. Keilulaga pokagormarnir eru hannaðir til að fletjast út og spretta upp þegar dýnan er tekin úr umbúðunum. Dýnan þín má vera í kassanum í allt að níu mánuði en við mælum auðvitað með að þú takir hana fyrr úr og njótir góðs nætursvefns eins fljótt og auðið er.

Hvaða afhendingarvalkostir eru í boði og hvað kostar að fá dýnuna senda?

Vinsamlegast skoðaðu Afhendingarupplýsingasíðuna okkar fyrir nánari upplýsingar um sendingu. Við notum Dorma fyrir allar staðlaðar sendingar. Þau eru áreiðanleg og bjóða góða og hraðvirka þjónustu.

Hvað vegur hver dýna mikið?

Dýnukassinn vegur um 2 kg en þyngd dýnunnar fer eftir stærð hennar. Einbreið dýna vegur um 21 kg og stærsta dýnan okkar, Emperor–dýnan, sem er 2 metra breið og 2 metra löng, vegur 52 kg.

Er lykt af Simba-dýnunni minni eftir að ég tek hana úr umbúðunum?

Það getur verið að það sé ákveðin lykt af dýnunni, eins og af öllum nýjum hlutum. Við notum aðeins vatnsgrunnað lím úr vatni til að minnka lyktarmyndun. Þar sem dýnan er með svamp getur verið einhver lykt af honum. Ef þú ert ekki vanur/vön svampdýnum gæti lyktin verið meiri en af öðrum dýnum. Hafðu samt í huga að þetta er alveg eðlilegt, fullkomlega öruggt og lyktin hverfur eftir nokkurra daga notkun.

Hvernig þríf ég Simba - dýnuna mína?

Notaðu mjúkan, rakan og hreinan klút og nuddaðu dýnuna með hringlaga hreyfingum. Þú mátt nota hreinsvörur, svo lengi sem þær eru ekki sterkar. Dýnuhlýfina má líka þvo í þvottavél á 30 gráðum, takið eftir að ef hlýfin er oft þvegin í þvottavél getur það minnkað áhrif rykmaura varnarinnar.

Má ég nota rafmagnsteppi á Simba–dýnunni minni?

Auðvitað! Simba er hönnuð til að vera notuð eins og þér finnst best – hvort sem þú vilt hafa svalt eða hlýtt.

Hver er hámarksþyngd einstaklings sem getur sofið á Simba-dýnu?

Dýnan þolir þyngd allt að 114 kg á mann.

 

 

FYRIRSPURNIR VIÐSKIPTAVINA

Vinsamlegast sendu tölvupóst á

hjalp@simbasleep.com

TENGILIÐUR FJÖLMIÐLA

Vinsamlegast sendu tölvupóst á

press@simbasleep.com

ALLAR AÐRAR FYRIRSPURNIR

Vinsamlegast sendu tölvupóst á

hjalp@simbasleep.com