Stefna um Kökur

Mikilvægar upplýsingar um samþykki þitt: Þú samþykkir með ótvíræðum hætti að við notum kökur á vefsvæðinu okkar („vefsvæði“) eða í annarri þjónustu sem veitt er í gegnum vefsvæðið í samræmi við „stefnu um kökur“ með því að samþykkja staðsetningu á kökum eins og lýst er í stikunni efst á síðunni þegar þú ferð fyrst inn á hana. Sumar kakanna sem við notum (nauðsynlegar kökur til rekstrar, virkni og afkasta) þarfnast ekki samþykkis frá þér. Við biðjum þig því aðeins að samþykkja notkun þeirra kaka sem eru ekki undanþegnar. Þú getur dregið samþykki þitt til baka hvenær sem er með því að eyða öllum kökum í tækinu þínu og/eða breyta kökustillingunum í vafranum þínum eða tækinu. Vinsamlegast hafðu í huga að sumir hlutar vefsvæðisins okkar virka ekki rétt ef þú gerir kökur óvirkar.

Um hvað snýst þessi stefna um kökur?

Þessi stefna um kökur lýsir því hvernig SIMBA og þriðju aðilar sem hafa heimild frá okkur, nota kökur þegar þú nýtir þér vefsvæðið okkar eða þá þjónustu sem í boði er á vefsvæðinu. Vinsamlegast hafðu í huga að þessi stefna um kökur er hluti af persónuverndarstefnunni og hana skal lesa með hliðsjón af persónuverndarstefnunni. Persónuverndarstefnan okkar greinir frá því sem við gerum (og gerum ekki) við upplýsingarnar, þar með talið við þær persónuupplýsingar sem við söfnum um þig. Vinsamlegast lestu báðar stefnurnar.

 

Hvað eru kökur??

Kökur eru einkvæm auðkenni sem samanstanda yfirleitt af litlum hlutum af texta eða kóða. Kökur eru yfirleitt vistaðar á tækinu þínu eða í vafranum þínum og þær senda ákveðnar upplýsingar aftur til þess aðila sem notaði kökuna. Þegar talað er um „kökur“ er í raun átt við aðra tækni en bara kökur (þar á meðal vefvita, glærar gif-skrár, díla og aðra álíka tækni). Þegar talað er um „kökur fyrsta aðila“ er átt við kökur sem eru notaðar af SIMBA. Þegar talað er um „kökur þriðja aðila“ er átt við kökur sem eru notaðar af aðilum sem tilheyra ekki SIMBA.

 

Hvernig eru kökur notaðar?

Kökur eru notaðar til að skilja betur hvernig hugbúnaður og vefsvæði virka og til að hámarka upplifun á netinu og í fartækjum. Kökur auðvelda þetta með því að gera þeim aðila sem notar kökuna kleift að greina afköst vefsvæðis, auðkenna ákveðna notendur á ónafngreinanlegan hátt og muna kjörstillingar þeirra, til að skilja betur hvort tölva eða tæki (og ábyggilega notandi þess) hafði áður heimsótt vefsvæðið og birta honum sérsniðnar auglýsingar.

 

Hvers konar kökur eru notaðar á vefsvæðinu?

Vefsvæðið okkar notast helst við (eða miðar að því að nota) eftirtaldar kökutegundir:

1. Kökur sem eru nauðsynlegar í rekstrarskyni
Þessar kökur eru nauðsynlegar fyrir rekstur vefsvæðisins okkar. Þær gera þér kleift að skoða og nota vefsvæðið og ef þú gerir þessar kökur óvirkar mun vefsvæðið ekki virka rétt.

2. Afkastakökur
Þessar kökur safna upplýsingum um hvernig gestir nota vefsvæðið og fylgjast með afköstum þess. Með afkastakökum fáum við til dæmis upplýsingar um þær síður sem eru vinsælar, getum fylgst með umferð á vefsvæðinu okkar og sett saman nafnlausar greiningarupplýsingar. Afkastakökur má einnig nota til að auðkenna og laga rekstrarvandamál á vefsvæðinu.

3. Virknikökur
Þessar kökur eru notaðar til að bera kennsl á kjörstillingarnar þínar og vista þær.

4. Auglýsingakökur
Við getum gert þriðja aðila kleift að birta sérsniðið auglýsingaefni á vefsvæðinu okkar og/eða á heimasíðum og hugbúnaði þriðja aðila. Þessir þriðju aðilar nota kökur til að greina áhuga þinn á auglýsingum og efni sem birtist þér, sem og að sýna þér auglýsingar sem eiga betur við þig og byggjast á virkni þinni á vefsvæðinu okkar. Til dæmis geta kökur þriðju aðila skráð upplýsingar um hvort þú hafir smellt á ákveðið efni eða auglýsingar á vefsvæðinu okkar eða á öðrum vefsvæðum, eða sett vöru á vefsvæðinu okkar í körfuna.

Þú getur valið að hafna sérsniðnum auglýsingakökum þriðja aðila (en vinsamlegast hafðu í huga að þér verða áfram birtar auglýsingar á netinu). Til að fá frekari upplýsingar um eða hafna notkun auglýsingakaka þriðja aðila í ESB skaltu fara inn á http://www.youronlinechoices.eu.

 

Hvað annað get ég gert til að forðast kökur?

Þú getur forðast ákveðnar kökur með því að breyta vafrastillingunum þínum eða velja að hafna þeim hjá þeim aðila sem rekur og stjórnar kökunni. Vinsamlegast skoðaðu vafrastillingarnar þínar til að fá frekari upplýsingar. Hafðu hins vegar í huga, eins og tekið er fram hér að ofan, að ef þú gerir ákveðnar vefkökur óvirkar virkar vefsvæðið okkar ekki rétt.

 

Eru kökur í tölvupóstum?

Tölvupóstar okkar innihalda kökur sem geta fylgst með því hvort þú opnar tölvupósta eða hvort þú smellir á tengla í þeim. Við notum mismunandi kökur í tölvuskeytum til að fylgjast með þessari virkni og þær eru ekki vistaðar á tölvunni eða í fartækinu.

 

Hvað ef ég hef spurningar?

Ef þú hefur einhverjar spurningar eftir að hafa lesið þessa stefnu um kökur skaltu hafa samband á netfangið: hjalp@simbasleep.com.