Endurgreiðslustefna

Yfirlit yfir helstu réttindi þín:

Gildandi neytendaverndarlög í landi þín veita þér allt að 14 daga eftir móttöku á vöru til að skipta um skoðun og fá fulla endurgreiðslu. Vinsamlegast sjá ítarlegar upplýsingar varðandi lögbundinn rétt þinn í skilmálum okkar.

Við viljum að þú sért að fullu ánægð/ur með Simba dýnu okkar og því veitir 100 nátta prófunin þér tækifæri til að prófa dýnuna þína í 100 nætur, hefst á móttökudeginum. Ef þú ert ekki að fullu ánægð/ur með dýnuna eða skiptir um skoðun innan 100 daga frá móttöku Simba dýnunnar sækjum við hana endurgjaldslaust og veitum þér fulla endurgreiðslu. Við áskiljum okkur rétt til að hafna 100 nátta prófun öllum þeim sem tengdir eru dýnuframleiðanda/-vörutegund. Við veitum þér að sjálfsögðu 100 nátta prófun án þess að slíkt takmarki lögbundin réttindi þín. Ítarlegar upplýsingar um skilyrði 100 nátta prófunar okkar má finna með því að fara inn á.

Lög um rétt neytenda í Bretlandi lýsa því að vörur verði að vera eins og þeim er lýst, uppfylli markmið sitt og séu í fullnægjandi gæðum. Á væntanlegum líftíma vöru þinnar átt þú rétt á eftirfarandi:

  • (a) allt að 30 dagar: ef varan er gölluð þá geturðu fengið endurgreiðslu
  • (b) allt að sex mánuðir: ef ekki er hægt að gera við hana eða endurnýja hana þá áttu rétt á fullri endurgreiðslu, í flestum tilvikum allt að sex ár: ef varan endist ekki í eðlilegan tíma þá kanntu að eiga rétt á endurgreiðslu. Ef þú býrð í öðru landi kanntu að eiga rétt á viðgerð, endurnýjun, endurgreiðslu eða sanngjarnri lækkun á kaupverði fyrir gallaða vöru, í samræmi við neytendaverndarlög lands þíns. Viðeigandi tímarammi fyrir þessi úrræði kann að vera ólíkur þeim sem er í Bretlandi (á Ítalíu og í Þýskalandi er lagaleg ábyrgð hvað varðar gallaðar vörur til dæmis tvö ár frá afhendingu). Einnig eru fyrir hendi sérstakar reglur fyrir Frakkland Vinsamlegast kynntu þér skilmála okkar til að nálgast frekari upplýsingar.

Við veitum þér, til viðbótar við lögbundin réttindi þín varðandi gallaðar vörur, 10 ára ábyrgð og endurnýjum gallaða Simba dýnu þína á því tímabili.

Þetta er yfirlit yfir helstu réttindi þín. Ítarlegar upplýsingar má finna í söluskilmálum okkar eða með því að hafa samband við þjónustuver okkar.