Persónuvernd

Vefsvæði Simba Sleep er í eigu og rekið af Simba Sleep Limited, sem er hlutafélag á Englandi með skráða heimilisfangið Simba Sleep Limited, 42 Brook Street, London, W1K 5DB, Bretland og fyrirtækisnúmerið 09703422.

Öryggisráðstafanir og aðferðir við vinnslu persónuupplýsinga þinna eru meðhöndlaðar á vandvirkan máta.

Þessi persónuverndarstefna á við alla meðlimi, notendur og gesti á vefsvæði okkar.

Þessi persónuverndarstefna (ásamt skilmálum okkur og öðrum gögnum sem vísa til hennar) mynda þann grunn sem við nýtum til að safna þeim persónuupplýsingum sem þú veitir okkur, og vinna úr þeim. Vinsamlegast lestu eftirfarandi gaumgæfilega til að skilja skoðanir okkar og starfsreglur varðandi persónuupplýsingar þínar og hvernig við meðhöndlum þær.

Notkun þín á vefsvæði okkar hefur í för með sér að þú samþykkir að fylgja öllum stefnum í þessari persónuverndarstefnu sem eru til viðbótar við notkunarskilmála vefsvæðis okkar.
Við áskiljum okkur rétt, að eigin vild, til að breyta, bæta við eða eyða hlutum úr þessari persónuverndarstefnu hvenær sem er án nokkurs fyrirvara. Ef við gerum það birtum við breytingarnar á þessari síðu, en efst á síðunni sést dagsetningin hvenær skilmálarnir voru síðast uppfærðir. Áframhaldandi notkun þín á vefsvæðinu eftir að slíkar breytingar hafa átt sér stað jafngilda samþykki þínu á persónuverndarstefnunni. Þú berð ábyrgð á að skoða reglulega persónuverndarstefnuna til að finna út hvort breytingar hafi átt sér stað á henni og þá kynna þér slíkar breytingar.

Upplýsingar sem við kunnum að safna um þig

Við kunnum að safna og meðhöndla eftirfarandi upplýsingar um þig:
Upplýsingar sem þú veitir þegar þú fyllir út eyðublöð á vefsvæðinu okkar. Þetta á við upplýsingar sem veittar eru við skráningu á vefsvæðinu okkar, áskrift á þjónustu okkar, efni er birt eða óskað er eftir frekari þjónustu. Við kunnum einnig að óska eftir upplýsingum þegar þú tekur þátt í keppni eða kynningu og þegar þú tilkynnir vandamál á vefsvæðinu okkar.

Ef þú hefur samband við okkur gætum við vistað afrit af þeim samskiptum.

Við kunnum einnig að biðja þig um að fylla út kannanir sem við notum í rannsóknarskyni, ekki er þó nauðsynlegt að fylla þær út.

Upplýsingar um heimsóknir þínar á vefsvæði okkar eru m.a., en ekki takmarkaðar við, umferðargögn, staðsetningargögn, vefskrá og önnur samskiptagögn, hvort sem slíkt er nauðsynlegt í greiðsluskyni eða á annan máta og þau tilföng sem þú ferð inn á.

Þér er valfrjálst að veita upplýsingar þínar, en ef þú veitir ekki þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru getur verið ómögulegt fyrir þig að fá aðgengi að vefsvæðinu.
IP-tölur og vafrakökur (e. cookies)

Við kunnum að safna upplýsingum um tölvuna þína, þar á meðal stýrikerfi þitt og vafrategund, vegna kerfisstjórnunar og til að láta í té uppsafnaðar upplýsingar til auglýsingaðila okkar. Þetta eru tölfræðileg gögn um vefskoðun okkar og –mynstur, en þau eru ekki persónugreinanleg.

Af sömu ástæðu kunnum við að safna upplýsingum um almenna netnotkun þína með því að nota vafrakökuskrá sem vistuð er á harða diski tölvunnar þinnar. Vafrakökur, eða kökur, innihalda upplýsingar sem eru fluttar á harða disk tölvunnar þinnar. Þær hjálpa okkur að bæta vefsvæðið okkar og veita betri og persónusniðnari þjónustu. Þær gera okkur kleift:

 • Að áætla stærð markhóps og notkunarmynstur.
 • Að vista upplýsingar um kjörstillingar þínar og þannig auðvelda okkur að sérsníða vefsvæðið okkar í samræmi við áhugasvið þín.
 • Að gera leit þína hraðari.
 • Að þekkja þig þegar þú snýrð aftur á vefsvæðið okkar.

Kökutegundir sem við notum

Skipta má vafrakökum í tvo flokka: kökur fyrsta aðila (sem við setjum upp) og kökur þriðja aðila (sem samstarfsaðilar okkar setja upp).

Kökur fyrsta aðila

Þessar kökur eru settar upp af okkur. Að stærstum hluta greiða þær fyrir nauðsynlega
virkni vefsvæðis okkar.

Kökur þriðja aðila

Kökur þriðja aðila eru ekki settar upp af okkur heldur völdum samstarfsaðilum sem við vinnum með. Aðrar geta verið settar upp af auglýsingafyrirtækjum sem við vinnum með þannig að þau geti komið fyrir auglýsingum á netinu á þeim stöðum sem best eiga við. Því miður höfum við enga stjórn á þessum kökum.

Samfélagsmiðlakökur

Sumar síður á vefsvæðum okkar gera þér kleift að deila efni í gegnum samfélagsmiðla á borð við Facebook og Twitter. Stundum fellum við inn myndskeið frá síðum á borð við YouTube. Þessi vefsvæði setja upp sínar eigin kökur, sem við höfum enga stjórn á. Samfélagsmiðlar eru með eigin stefnur varðandi kökur, en yfirleitt má nálgast þær á vefsvæðum þeirra. Þú ættir að kynna þér rækilega þessar stefnur varðandi kökur til að tryggja að þær trufli þig ekki.

Þú getur hafnað því að samþykkja kökur með því að virkja stillingu í vafranum þínum sem gerir þér kleift að hafna uppsetningu á kökum. Ef þú velur þessa stillingu kann þó að vera að þú getir ekki fengið aðgang að ákveðnum hlutum vefsvæðis okkar.

Kerfið okkar mun gefa út kökur þegar þú skráir þig inn á vefsvæðið okkar ef þú hefur ekki stillt vafrann þinn þannig að hann hafni kökum. Upplýsingar um hvernig megi afvirkja vafrakökur þriðja aðila með því að stilla vafrastillingar þínar:

Firefox

 1. Smelltu á valmyndahnappinn og veldu Options.
 2. Veldu Privacy.
 3. Stilltu Firefox á Use custom settings for history.
 4. Merktu við Accept cookies from sites to enable Cookies, og afmerktu við til að afvirkja.

Google Chrome

 1. Smelltu á Chrome–valmyndina í tækjastiku vafrans.
 2. Veldu Settings.
 3. Smelltu á Show advanced settings.
 4. Í hlutanum Privacy smellir þú á hnappinn Content settings.
 5. Í hlutanum Cookies velur þú Block cookies by default.

Internet Explorer

 1. Smelltu á hnappinn Tools og síðan á Internet options.
 2. Smelltu á flipann Privacy og síðan á Advanced.
 3. Veldu Override automatic cookie handling.
 4. Veldu Block in the list third-parties cookies.

Safari

 1. Veldu Preferences í Safari–valmyndinni. Confidentiality nálægt Block cookies and other website data.
 2. Veldu valkostinn Third parties and advertisers. Það gæti verið sjálfgefin stilling.

Ef þú vilt fá frekari upplýsingar frá óháðum aðila um ýmis konar atriði tengdum kökum, þar á meðal hvernig þú breytir stillingum vafrans þíns og hefur umsjón með kökum, skaltu fara inn á www.allaboutcookies.org.

Staðsetning á vistuðum persónuupplýsingum

Við sendum ekki söfnuðum upplýsingum um þig út fyrir Evrópska efnahagssvæðið (b EESb ). Hins vegar gæti verið að upplýsingar þínar séu fluttar, og vistaðar, á endastað fyrir utan EES af eða til starfsmanns sem starfar fyrir einn af birgjum okkar. Slíkir starfsmenn kunna meðal annars að fást við að uppfylla pöntun þín, meðhöndla greiðsluupplýsingar þínar og að sinna stuðningsþjónustu.

Allar upplýsingar sem þú veitir okkur eru vistaðar á öruggum þjónum. Ef við höfum veitt þér (eða ef þú hefur valið) lykilorð sem gefur þér aðgang að ákveðnum hlutum vefsvæðis okkar berð þú ábyrgð á því að viðhalda trúnaði þess. Við biðjum þig um að deila ekki lykilorðinu með neinum.

Því miður er flutningur upplýsinga á netinu aldrei alveg öruggur. Þó við gerum okkar besta til að vernda persónuupplýsingar þínar getum við ekki tryggt gagnaflutning á vefsvæðið okkar. Allur slíkur flutningur er á þína ábyrgð. Þegar við höfum móttekið upplýsingar þínar beitum við ströngu verklagi og öryggiseiginleikum til að reyna að hindra óheimilaðan aðgang.

Öryggi

Öryggistækni okkar fyrir þjónana hefur í för með sér að þær persónuupplýsingar sem þú sendir til okkar eru vistaðar á eins öruggan máta og hægt er.

Öryggishugbúnaður okkar á þjónunum eru dulkóðar upplýsingar og þannig er tryggt að netflutningur sé leynilegur og verndaður. Simba Sleep notast við öryggissamskiptareglur sem kallast SSL3.

Notkun á upplýsingum

Við notum upplýsingar um þig á eftirfarandi hátt, háð fyrirfram samþykki frá þér þegar þörf krefur:

 • Til að tryggja að efnið á vefsvæði okkar sé birt á sem skilvirkastan hátt fyrir þig og tölvuna þína.
 • Í innri markaðsgreiningu og umsýslu.
 • Til að veita þér upplýsingar, vörur og þjónustu sem þú óskar eftir frá okkur eða við teljum að þú hafir áhuga á, þegar þú hefur veitt samþykki fyrir að haft sé samband við þig í því skyni.
 • Til að framkvæma skyldur sem eiga upptök sín í samningum á milli þín og okkar.
 • Til að gera þér kleift að taka þátt í gagnvirkum eiginleikum þjónustu okkar, þegar þú velur að gera það.
 • Til að tilkynna þér um breytingar á þjónustunni okkar.

Þegar þú hefur veitt samþykki þitt getum við einnig notað upplýsingar þínar, eða heimilað völdum þriðja aðila að nota upplýsingar þínar, til að veita þér upplýsingar um vörur og þjónustu sem þú gætir haft áhuga á.

Við veitum ekki auglýsingaaðilum okkar upplýsingar um persónugreinanlega einstaklinga, en við gætum (ef þú hefur veitt samþykki) veitt þeim uppsafnaðar upplýsingar um notendur okkar (til dæmis gætum við tilkynnt þeim að 500 karlar undir 30 ára aldri hafa smellt á auglýsingu þeirra á ákveðnum degi). Við gætum einnig (ef þú hefur veitt samþykki) notað slíkar uppsafnaðar upplýsingar til að hjálpa auglýsingaaðilum að ná til markhóps síns (til dæmis konur í ákveðinni borg). Við gætum (ef þú hefur veitt samþykki) notað persónuupplýsingar þínar til að gera okkur kleift að uppfylla óskir auglýsingaaðila okkar með því að birta auglýsingar þeirra fyrir þeim markhóp.

Birting upplýsinga þinna

Við kunnum að gefa upp persónuupplýsingar þínar til einhvers aðila að samstæðu okkar, það gætu verið dótturfélög okkar, eignarhaldsfélag okkar og dótturfélög þess, eins og skilgreint er í lagabálk 736 í fyrirtækjalögum Bretlands frá árinu 1985.

Við kunnum veita þriðja aðila persónuupplýsingar þínar:

 • Ef við seljum eða kaupum fyrirtæki eða eignir, þá gætum við veitt hugsanlegum kaupanda á slíku fyrirtæki eða eignum persónuupplýsingar þínar.
 • Ef Simba Sleep eða nánast allar eignir þess eru keyptar af þriðja aðila, þá verða vistaðar persónuupplýsingar um viðskiptavini fyrirtækisins hluti af fluttum eignum þess.
 • Ef okkur ber skylda að birta að deila persónuupplýsingum þínum til að uppfylla lagalegar skyldur, eða til að framfylgja eða beita skilmálum okkar og öðrum samningum, eða til að vernda rétt, eign eða öryggi Simba Sleep, viðskiptavina okkar eða annarra. Þetta felur í sér upplýsingaskipti við önnur fyrirtæki og stofnanir til verndar gegn svikastarfsemi og til að draga úr útlánaáhættu.

Ofantaldir þriðju aðilar þurfa að virða trúnað gagna. Þú getur fengið uppfærðan lista yfir heimilaða gagnavinnsluaðila með því að skrifa línu til hjalp@simbasleep.com

Þinn réttur

Þú átt rétt á að biðja okkur um að meðhöndla ekki persónuupplýsingar þínar í markaðsskyni. Við tilkynnum þér (fyrir söfnun upplýsinga þinna) og fá samþykki þitt í samræmi við núverandi löggjöf ef markmið okkar er að nota upplýsingar þínar í slíku skyni eða ef við ætlum okkur að veita þriðja aðila upplýsingar þínar í slíku skyni. Þú getur beitt valdi þínu til að hindra slíka meðhöndlun með því að haka við ákveðna reiti á eyðublöðunum sem við notum til að safna upplýsingum þínum. Þú getur einnig beitt rétti þínum hvenær sem er með því að hafa samband við okkur á netfangið hjalp@simbasleep.com.

Vefsvæðið okkar kann, öðru hverju, að innihalda hlekki í og af vefsvæðum samstarfsaðila okkar, auglýsingaaðila og hlutdeildarfélaga. Ef þú smellir á hlekki þessara vefsvæða skaltu hafa í huga að þær eru með sínar eigin persónuverndarstefnur og að við berum enga ábyrgð á þeim. Vinsamlegast kynntu þér þessar stefnur áður en þú sendir persónuupplýsingar þínar á þessi vefsvæði.

Aðgangur að upplýsingum

Þú átt rétt á að fá aðgang, leiðrétta og deila vistuðum upplýsingum um þig. Aðgangsrétt þínum má beita í samræmi við gildandi gagnaverndarlög í búsetulandi þínu. Aðgangsbeiðnir kunna að vera háðar gjaldi (ef heimilt er samkvæmt gildandi lögum) til að komast til móts við kostnað okkar sem hlýst af að veita þér aðgang að upplýsingum þínum.

Til að beita þessum rétti skaltu hafa samband við okkur á netfangið: hjalp@simbasleep.com

Breytingar á persónuverndarstefnu okkar

Allar breytingar sem gerðar eru á persónuverndarstefnu okkar í framtíðinni eru birtar á þessari síðu og, ef við á, tilkynntar þér með tölvupósti

Hafa samband

Spurningum, athugasemdum og beiðnum varðandi þessa persónuverndarstefnu er vel tekið á netfangið hjalp@simbasleep.com